Tuesday, November 04, 2008
Nokkrar svipmyndir
Ótal svipmyndir úr ferðinni flögra um hugann og erfitt að grípa þær allar á lofti. En ein verður víst að fá að vera með, það er varðandi fótboltastrákinn Ronaldo sem fæddur er í Funchal og ólst upp í brekkum borgarinnar. Hann er uppáhald Madeiringa og glæsilegur fótboltavöllur er nú skammt frá gamla heimilinu hans.
Eyjaskeggjar eru líka duglegir að útbúa golfvelli, þrátt fyrir plássleysið og þykja vellirnir þeirra nógu góðir fyrir Evrópugolfmótin. Nýr golfvöllur er í byggingu og vænta heimamenn fleiri vel stæðra ferðamanna hans vegna.
Á meðfylgjandi myndum má sjá sýnishorn af hleðslutækni heimamanna, sem endist vel í þessu hlýja og raka loftslagi Madeira, en trúlega yrðu þær fljótar að springa í frosthörkum íslenska veturins og kannski er það ástæða þess að Íslendingar notuðu meira torf í hleðslur, þær þoldu betur okkar óblíðu veðráttu...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment