Tuesday, November 04, 2008

Myndir héðan og þaðan...








Ég gleymdi að geta þess að borgarbúar kepptust við að skreyta borgina með jólaljósum á meðan á dvöl okkar stóð í Funchal. En því miður kveiktu þeir ekki á þeim, þetta er aðeins undirbúningur fyrir jólahaldið sem hefst síðar í nóvember.
Það er greinilegt að kaþólsk trú er ríkjandi á svæðinu, því víða má sjá bænastaði á almannafæri og þær kirkjur sem við skoðuðum voru greinilega kaþólskar. Einstaklega fallegur hringstigi var í einni þeirra, eins og sjá má á meðf. mynd.
Styttan stóra sem stendur fremst á klettanefi, er eins og smækkuð mynd af Jesú-styttunni í Rió, enda er hún þaðan ættuð, kom víst sem gjöf frá Brasilíu og stendur þarna á klettinum eins og verndari allra sjófarenda.
Mörg bæjarstæði á eyjunni eru afar falleg og mikilfenglegt útsýni yfir marga þeirra eins og sjá má. Bæirnir á norðurströndinni eru hinsvegar á votara og vindasamara svæði og íbúar mikið færri en á suðurströndinni þar sem veðráttan er mjög hagstæð. Norðurströndin minnir líka víða á okkar gamla góða Frón, ef vel er að gáð...
En alls staðar er samt skógur og gróður og brattar brekkur, sama hvert litið er...
Að lokum ætla ég að sýna nokkrar svipmyndir af ferðafélögunum ... til gamans !

No comments: