Saturday, April 18, 2009

Mannlífð í bænum !





Hér getur að líta jafnt "gamla" sem "nýja" bæjarbúa. Fyrstan skal telja hann Kela okkar allra, eða Þorkel Helgason kennara og listamann sem ég held að allir bæjarbúar þekki. Þessa mynd tók ég reyndar sérstaklega fyrir Möggu Veru sem þurfti á mynd af honum að halda af einhverju tilefni og enginn viðstaddur með myndavél nema ég :)
Allir þekkja líka Sigga Valda aðal-hjálparliðann hjá Viljanum á Seyðisfirði og sömuleiðis Guðjón Óskarsson, enda eru þarna tveir innfæddir Seyðfirðingar á ferðinni.
Svo eru það Rúnar og Jói Larsen sem þurftu að ræða málin eins og gengur og gerist og ég held að allir heimamenn þekki þá báða. Mér láðist hinsvegar að taka myndir af "bjartsýnu hjónunum" Birnu og Guðna sem standa fyrir verðandi gistiþjónustu í Norðursíld.
Síðast en ekki síst eru það svo nýbúarnir í bænum sem tóku vel á móti gestum í "gömlu" bókabúðinni í dag, með léttum veitingum og tónlist. Hér má sjá mæðgurnar að fylla á popppoka og glösin svo allir fengju smakk. Takk fyrir mig !

2 comments:

Anonymous said...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.

Asdís Sig. said...

Hæ skvís.
Skemmtilegar myndir úr bæjarlífinu. Hér er hávaðarok og ekkert hægt að labba úti, erum að skreppa í afmæliskaffi til svila míns. Góður dgur til að verja í faðmi fjölskyldunnar. Kær kveja austur