Sunday, April 05, 2009

Sólrík helgi




Hæ, þessi helgi 4.-5. apríl er búin að vera alveg einstaklega sólrík og falleg. Ég var friðlaus og tolldi ekki inni við lærdóm, en lét eftir mér að fara út að hjóla og labba um bæinn til að sjá hvað væri um að vera í bænum, því Sony-liðið er búið að hengja upp ýmsar stærðir og gerðir hátalara víða um bæinn, mest þó í miðbænum. Þegar þetta er ritað eru þeir trúlega búnir að ljúka myndatökum og fjarlægja dótið. Ég læt fylgja hér með 3 myndir sem ég tók í dag og vil benda ykkur á hátalarana ofan á dyraskyggninu á sundhöllinni, þeir passa svo flott við klæðninguna. Og þegar ég tók myndina af blokkinni, þá hitti ég Röggu Gunnsa sem býr einmitt í þessum enda, hún sagðist hafa verið að fá sér NÝJAR GRÆJUR og það engar SMÁ-GRÆJUR... hehe !!!
Minnismerkið við skólann kom skemmtilega út svona klætt og málað blátt. Svo skrúfuðu smiðirnir þessar fínu skálar á klæðninguna, svo þetta lítur út eins og hátalarasúla.
Friðsæl tónlist ómaði um bæinn lengi dags, líklega á meðan á myndatökum stóð.

Annars er það helst að frétta að yfir 20 manns rölti yfir heiðina í blíðunni í gær og þótti mér verst að vera ekki nógu gönguvön til að fara með þeim. Ég er orðin úthaldslaus eftir vetrarlangar innisetur og verð að koma mér í betra form fyrir sumarið, svo ég geti rölt yfir heiðina a.m.k. einu sinni í sumar.
En nú er sólríkur og góður dagur að kvöldi kominn....

1 comment:

Asdis Sig. said...

Hæ skvís.
Þetta hefur verið yndisleg helgi, skemmtilegar myndir og fallegt veður. Kær kveðja austur.