Monday, September 20, 2010

Góð helgi fyrir norðan !





Eftir vinnu síðastliðið föstudagskvöld keyrði ég norður til Akureyrar ásamt Lukku og Aron sem urðu mér samferða norður. Á undan okkur fóru félagar okkar úr Sáló, en til stóð að heimsækja miðla sem staddir voru á Akureyri og það gerðum við svo sannarlega og ég held að enginn hafi farið ósáttur heim.
Við gistum flest í íbúð sem við leigðum eina nótt og þar fór vel um okkur. Við skruppum á kaffihús og vorum svo boðin í mat til Þórhalls miðils, en hann er sérstakur vinur okkar (og frændi minn í 5.lið :) svo varla gerist það mikið betra...
Við kíktum auðvitað á Glerártorgið og fleiri búðir og flestir keyptu eitthvað sem þá langaði í eða vanhagaði um. Sjálf gerði ég góð kaup og var mjög ánægð með alla ferðina. Að lokum borðuðum við saman kvöldverð áður en flestir héldu heim á leið á laugardaginn. Sjálf yfirgaf ég hópinn og ók til Húsavíkur og heimsótti mömmu og aðra ættingja og vini sem þar eru. Þar verslaði ég meira hjá vinkonum mínum, m.a. forláta glerská sem ég nota núna til að geyma í allar fjarstýringarnar á sófaborðinu okkar. Einnig keypti ég fallegt blóm í blómabúðinni "Blómabrekku" sem opnaði í s.l. viku og fékk að auki sem gjöf frá vinkonu minni, forláta blómvönd sem ég tók líka með mér austur.
Síðast en ekki síst, þá var svo hringt í mig frá Egilsstöðum og mér tilkynnt að þar biðu mín 3 nýskotnar gæsir sem þurftu að komast í frost sem fyrst og gat ég ekki annað en glaðst yfir öllum þeim feng sem ég kom með heim eftir þessa ágætu ferð.
Í ofanálag þá var veðrið með besta móti, það var blíða á báðum leiðum, þó talað væri um hálku á Möðrudalsöræfum, þá varð ég aldrei vör við það. Og sól skein í heiði bæði á Akureyri og Húsavík, svo betra gat það ekki verið miðað við árstíma held ég barasta !!!
Ég vil að lokum geta þess að myndina af Villu vinkonu fékk ég lánaða á netinu hjá Heiðu systur hennar :)

1 comment:

Asdis said...

Þú hefur aldeilis átt góða ferð norður. Nafna mín er flott með blómunum. Kær kveðja Ásdís