Monday, December 27, 2010
Aðfangadagur !
Ég held ég muni ekki eftir jafn jólalegum Aðfangadegi, veðurfarslega séð, eins og nú í ár. Það var samt flest hefðbundið hjá okkur þennan dag. Eftir jólabaðið var öðrum föstum liðum sinnt, eins og skipt á rúmum, hangikjöt soðið, eftirréttur tilreiddur og steikin gerð klár í ofninn. Ég var líka búin að leggja á borð og hafa allt tilbúið. En síðan mætti ég til söngs í jólamessuna kl. 17 og kom heim rétt fyrir kl. 19, þegar steikin var tilbúin og allt mitt heimafólk komið í sparifötin og biðu eftir að ég kláraði sósuna. Hehe :)
Adam varð mjög glaður þegar tveir jólasveinar mættu með gjafir handa honum og systur hans og komu inn í stofu á snjóugum stígvélum og fengu sér súkklaði með honum.
En gleðin var þó mest þegar pakkarnir voru opnaðir, því allir innihéldu þeir eitthvað sem hann vildi fá og var glaður með. Hann tók líka upp gjafirnar fyrir 4ra mánaða systur sína og bauð okkur hinum aðstoð við að opna okkar pakka, því honum fannst við ekki nógu snögg við það :)
Að sjálfsögðu var borðað meira en við höfum gott af, það er bara fastur liður sem trúlega breytist seint :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sæl og blessuð. Skemmtilegar myndirnar hjá þér kæra vinkona. Mikið dafnar litla stúlkan vel, gaman að fylgjast með henni, þau hafa verið miklir gleðigjafar börnin um jólin. Ég fékk að hafa mín þrjú hjá mér og var alveg yndislegt að horfa á þau, sitja hlið við hlið í sófanum að opna pakkana sína, gleðin og gamanið það sama og í denn. Óska þér og þínum gleðilegs nýs árs og hafið það sem allra best. Kær kveðja Ásdís og Bjarni Ómar
Post a Comment