Wednesday, December 15, 2010

Árlegt jólahlaðborð !



Það er orðin föst venja að áhöfn Gullvers og eigendur bjóða mökum á jólahlaðborð á Ölduna. Það var ekki af verri endanum fremur en fyrri daginn og erfitt að komast hjá því að éta á sig gat.
Í forrétt var afskaplega góð villibráðarsúpa og margir fleiri réttir eins og paté, grafinn og reyktur lax, grafið hreindýrakjöt og fleira.
Í aðalrétt var kalkúnn, hreindýrafile og skorpusteik (svína sem smakkaðist allt mjög vel með ljúffengri rjómasveppasósu.
Eftirréttirnir voru Ris a´la mande, búðingur með karamellusósu, heitt frauð með rjóma og einhver eplaréttur.
Með þessu drakk ég ágætis rauðvín, vatn og Egils appelsín sem aldrei klikkar :)
Ég þakka kærlega fyrir mig !

No comments: