Monday, December 27, 2010
Fjölskylduveisla og jólaball
Binna frænka Rúnars hefur verið mjög dugleg að hafa jólakaffi fyrir stórfjölskylduna undanfarin jól. Allt sem við gerum er að mæta með eina köku eða annað meðlæti og njóta samvistanna. Það gerðum við einnig þessi jól eða á 2. í jólum. En þá vildi svo til að Lion var á sama tíma með sitt árlega jólaball og auðvitað urðum við líka að kíkja þangað með börnin. Það gekk allt saman vel og flestir virtust hafa gaman af, bæði undir og eldri :) Þessi jól eru nefnilega sannkölluð atvinnurekendajól, því aðeins er um 2 langar helgar að ræða en annars venjulegir vinnudagar þar á milli.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment