Sunday, January 09, 2011

Áramótin 2010-2011






Áramótaveðrið var ljómandi gott. Kvöldið hófst á Kalkúnaveislu og eftirrétti, en síðan var ekið inn fyrir Langatanga til að fylgjast með brennunni og flugeldasýningunni sem var að þessu sinni staðsett við Þórsmörk. Þegar við komum aftur heim var horft á Skaupið eins og venjulega, en síðan drifum við okkur með 1 tertu í kaffi til Kristrúnar og Birgis eins og undanfarin ár og þar var mikil flugeldaskothríð um miðnættið. Adam litli fékk meira að segja að halda á neyðarblysum með afa sínum og var stoltur af og skemmti sér vel eins og strákar Ástu Guðrúnar og Símonar.

No comments: