Thursday, January 27, 2011

Suðrænn gestur á Seyðisfirði


Það gerist ótrúlega oft að litlir suðrænir fuglar hrekjast með vindum hingað til lands um hávetur og eiga varla lífs von ef þeir lenda í miklum kulda og snjó.
Flesta vetur sjáum við einhverja flækinga en það er nafnið sem þessir gestir hafa fengið meðal fuglaáhugamanna. Fyrir nokkrum dögum tók ég eftir því að lítill fugl (sá reyndar tvo a.m.k. einu sinni) var á flögri milli runnanna í garðinum, en vegna myrkurs og of mikillar fjarlægðar sá ég ekki tegundina, en taldi víst að þetta væru músarindlar sem eru hér af og til á sveimi, enda stærðin svipuð.
En í hádeginu í gær sá í rauðgulan lit á bringu fuglsins sem ég sá nú óvenju vel vegna meiri birtu en dagana á undan og vissi um leið að þetta var Glóbrystingur, enda hafa slíkir fuglar sótt okkur heim áður og einn þeirra sem lét hér lífið var stoppaður upp og er stofuprýði hjá okkur.
Þessir litlu vinir okkar þyrftu á því að halda að veðurguðirnir væru okkur hliðhollir svo þeir lifi veturinn af, en varla er von til þess....þó alltaf megi maður halda í vonina !

1 comment:

Asdis said...

Sæl og blessuð.
Þeir þyrftu að komast til okkar blessaðir litlu vinirnir. :):)