Sunday, January 16, 2011

Góð ferðahelgi !





Þó að Rúnar minn hafi verið svo óheppinn að rifbeinsbrjóta sig einu sinni enn, þá var hann nógu hress til að koma með mér norður til mömmu, því veðurspáin fyrir helgina var óvenju góð og ég hef reynt að sleppa ekki góðri ferðahelgi til að skreppa til hennar, eigi ég þess nokkurn kost.
Eins og svo oft áður vorum við sérstaklega heppin, því sólin skein alla helgina og við gátum farið rúnt um bæinn með mömmu og notið fegurðarinnar sem býr í snævi þöktu landinu þegar geislar sólarinnar lýsa það upp.
Bærinn er að hluta til í vetrardvala eins og sjá má á hvalabátunum sem kúra á legunni í höfninni, umvafðir seglum gegn vetrarveðrunum.
En það var líka gaman að sjá Húsvíkinga fjölmenna í skíðalyftuna sem stendur við lóðamörkin á framhaldsskólanum og örstutt frá mínu gamla heimili í brekkunni.
Fyrsta Þorrablót ársins var haldið í íþróttahöllinni á laugardagskvöldið og var mjög skemmtilegt að sögn góðra vina sem þar voru staddir...
Á leiðinni heim ókum við fram á nokkra tugi hreindýra sem voru að narta í gróður við vegbrúnina á Jökuldalsheiðinni, en tóku á sprett þegar bíllinn nálgaðist.
We had lovely weekend in Húsavík, visiting my mom and some friends as well. We got lovely weather, sunny days and it makes holidays always so nice. Here are some photos taken from different points of view in town like it is now in t he middle of winter :) On our way back home we saw 60-80 rendyr up on the mountains, trying to find some grass to eat by the road, it´s always nice to see those beautiful animals wild in the nature and a big wonder how they can survive in all this snow for such a long winter...

No comments: