Friday, January 28, 2011

Föt sem framlag hjá RKI





Stjórn Rauðakross- deildar Seyðisfjarðar stendur nú fyrir söfnun og vinnslu á pökkum með barnafötum, teppum o.fl. til nauðstaddra erlendis. Hafa þær heiðurskonur Þóra Ingvalds og Lukka Gissurard. heiðurinn af að halda utan um þetta verkefni en nokkrar konur eru að vinna við að útbúa fatnað, teppi og fleira í þessar pakkningar. Fyrir jólin voru sendir amk. 12 slíkir pakkar sem við vorum búnar að ganga frá og annað eins er nú að verða tilbúið.
Ég er ekki mjög dugleg handverkskona en reyni þó að vera með og gera eitthvað gagn. Ég ákvað t.d. að nota prjónastykki sem móðir mín var búin að prjóna og útbúa úr þeim barnateppi. Með því að klippa niður prjónatrefil sem ég átti og lagfæra nokkur stykkin, þ.e. að prjóna við eitt og rekja stubb af öðrum o.s.frv. þá gat ég látið þetta passa og heklaði svo stykkin saman. Árangurinn má sjá hér á þessum myndum. En hvað ég tek mér næst fyrir hendur skal ósagt látið, en ég ætti nú líka að setja hér inn mynd af handverkskonunum þar sem þær eru saman komnar í Sæbóli við þessa vinnu...

1 comment:

Asdis Sig. said...

Sæl Solla mín. Mér finnst þetta reglulega snjallt hjá þér og kemur vel út :) þú ættir að setja mynd af einu teppinu á facebook. kv. Ásdís