Sunday, January 23, 2011

Gott vetrarveður - í upphafi Þorra !




Í þetta sinn slepptum við því að fara á þorrablótið sem haldið var hér í gærkvöld.
Vegna heilsufars húsbóndans vorum við heima í rólegheitum og snæddum þorramat, lásum og horfðum á sjónvarp meðan margir bæjarbúar skemmtu sér í Herðubreið.
En veðrið þessa helgi hefur verið einstaklega gott, og 7-9 stiga hiti, svo snjór og hálka er smám saman að hverfa. Við brugðum okkur því smá rúnt í blíðunni til að kanna fuglalíf fjarðarins og anda að okkur hreinu lofti.
Við kláruðum líka að taka niður jólaseríur sem voru utandyra og sáum þá afar fallegt sólarlag út við fjarðarmynnið, en nú er tæpur mánuður þar til sólin verður farin að sjást hér um allan bæ á ný, eftir 4ra mánaða fjarveru í vetur.
Þá verður nú glatt á hjalla og sólarkaffi drukkið í hverju húsi bæjarins :)
The weather has been rather bad the last few weeks, but this weekend as well as the last one too, have been very nice. Even we still can´t see the sun downtown we can see it on the mountains and we look forward to see the sun down here again after 4 months away this winter...

No comments: