Sunday, January 16, 2011
Töfraheimur frosts og funa !
Það eru forréttindi að ferðast í jafn fallegu veðri og við gerðum í dag, um öræfi landsins. Þegar himininn er heiður og sólin skín á fannhvíta jörð í 15 stiga frosti og hrímþoku, þá verður umhverfið meira og minna eins og töfraveröld sem ekki er hægt að lýsa með myndum nema að litlu leyti.
Það glitraði allt og lá við að maður fengi ofbirtu í augun og ég gat ekki stillt mig um að smella af myndum í allar áttir, þó árangurinn væri ekki eins góður ég hefði kosið, enda kann ég takmarkað á nýju myndavélina okkar, sem á víst að geta tekið spes góðar myndir ef rétt er með farið.
Ég hef aldrei tekið eftir því að Jökulsá á Fjöllum verður eins og úfið hraun á að líta í slíkum vetrarham, því hvergi sést í vatn, aðeins klaka og snjóhröngl sem lítur út eins og hraun sem snjór hylur.
On our way from Húsavík to Seyðisfjörður last sunday we got a lovely sunny day and even it was freezing (-15°) it was so beautiful to see the snow glittering like diamonds all over. It was very special and no photo can show it like it really is !!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hreint út sagt dásamlegar myndir hér og í færslunni á undan. Áttaði mig ekki á að þetta væri áin fyrr en þú sagðir það. Frábært að sjá lífið í fjallinu heima, mörgum stundum eyddi ég þar á árum áður. Kær kveðja og ég vona að bóndinn grói fljótt og vel. Ásdís
Post a Comment