Thursday, January 27, 2011

Þurrablótið 2011




Í kvöld 27. jan. hélt grunnskóli Seyðisfjaðar Þurrablót í Herðubreið, en það hefur verið fastur liður s.l. 30 ár. Við höfum nokkrum sinnum farið á þessi blót og haft gaman af. Að þessu sinni urðum við að sleppa Þorrablótinu sem var hér um síðustu helgi, vegna lélegrar heilsu húsbóndans :) en hann er orðinn hressari svo við drifum okkur og nutum bæði góðs matar og skemmtiatriða sem voru í formi söngs, leikatriða, spurningakeppni og fleira. Þorrablótsnefndin sýndi 2 atriði og kennarar sýndu eitt atriði, en nemendur sáu um afganginn.
Einnig völdu nemendur sjálfir drottningu og kóng og kennara vetrarins, auk annarra titla eins og grínisti ársins, fatafrík ársins, kennarasleikja, frekja, EGO o.s.frv... og virtust allir sáttir við sinn titil og tóku þessu gríni á jákvæðan hátt.
Að síðustu átti svo ein stelpan í hópnum afmæli í dag og hún fékk kórónu eins og kóngurinn og drottningin og vinkonurnar sungu fyrir hana afmælissönginn.
Ég þakka fyrir góðan mat og góða skemmtun !

1 comment:

Asdis said...

Greinilega heilbrigð og skemmtileg skemmtun þarna á ferðinni :):)