Sunday, December 12, 2010

Jólaferð til mömmu :)





Veðrið var einstaklega gott þegar við mæðgur ókum með börnin hennar Jóhönnu, norður til Húsavíkur til að heimsækja mömmu, síðustu ferð fyrir jól.
Til allrar hamingju var mamma með hressara móti og naut þess greinilega að fá börnin í heimsókn. Hún hafði sloppið við þá leiðinlegu niðurgangspest sem var að ganga á Húsavík en við vorum látin vita að vissara væri að heimsækja ekki þá sem höfðu nýlega fengið hana og við vonumst því til að sleppa við smit að þessu sinni.
Adam var duglegur og tók myndir af okkur fjórum "konum" í beinan kvenlegg:)
Margir vinir sem við færðum jólakort voru fjarstaddir, trúlega flestir á tónleikum Björgvins á Akureyri, svo við misstum af að sjá suma þá sem til stóð að hitta:) En það koma aftur tækifæri eftir áramótin og ferðin, þó stutt væri, var mjög góð og raunar forréttindi að fá svona dásamlegt veður báða dagana, ekki síst á þessum árstíma. Það var líka gaman að taka rúnt um bæinn og skoða jólaljósadýrðina, sem náði reyndar líka framm í sveitir, því ekkert virtist vanta á lýsinguna á sumum sveitabæjunum :)

1 comment:

Asdis Sig. said...

Yndislegar myndir hér að neðan, heilmargt skemmtilegt í gangi hjá ykkur. Mikið dafnar litla ömmustelpan þín vel. Kær kveðja til þín og þinna og hafið það sem allra best. kveðja Ásdís