Wednesday, December 15, 2010

Aðventumessan 2010



Síðastliðinn sunnudag var Aðventumessa í Seyðisfjarðar- kirkju. Kirkjukórinn var búinn að æfa sérstök lög fyrir þessa messu í allt haust og því var ákveðið að halda upphitunar- tónleika uppi á spítala kl 15:30 og gekk það bara vel.
En kl 17:00 hófst messan í kirkjunni. Athöfnin var mjög létt að þessu sinni, fyrst sungu börn úr kirkjuskólanum og kveiktu á 3 jólakertum og við í kórnum tókum undir, en síðan tók við okkar söngprógram og heppnaðist bara vel að sögn Sigurbjargar organista. Það er alltaf hátíðlegt í þessum árlegu messum, þegar börnin taka þátt í helgileikjum og söng og í lok messunnar er kveikt á kertum sem allir viðstaddir fá í hendur og ljós kirkjunnar slökkt á sama tíma.
Ég náði því miður ekki góðum myndum í rökkrinu niðri í kirkjunni, en tók eina mynd af hluta kórsins með kertin í höndum :)

No comments: