Wednesday, February 23, 2011

Úrslit í Viskubrunni og íþróttamaður ársins !



Nú er lokið árlegri keppni í VISKUBRUNNI, spurningakeppni Seyðisfjarðarskóla.
Það var lið bæjarskrifstofunnar sem hafði sigur að lokum en sigurliðið frá því í fyrra, kennarar sem kalla sig Gagn og Gaman sem urðu í öðru sæti en í þriðja sæti var lið frá sýsluskrifstofunni og afleysingalið Gullbergs endaði í fjórðar sæti.
Það er venja að við sama tækifæri er valinn íþróttamður ársins og að þessu sinni var það Jóna Ólafsdóttir sem hlaut titilinn, en hún var fjarstödd og fékk tvær litlar frænkur sínar til að taka við verðlaununum fyrir sína hönd og stóðu þær sig með prýði.

Thursday, February 17, 2011

Teppi úr gamalli peysu....



Ég tók þá ákvörðun að reyna að leggja mitt af mörkum til starfsins hjá RKI deildinni okkar sem vinnur nú að því að safna og útbúa FÖT SEM FRAMLAG handa fátækum börnum á fyrsta ári. Ég var búin að gera tvö teppi úr prjónabútum frá mömmu og fleiru og vantaði efni í eitthvað meira. Fann þá gamla peysu af mér sem legið hafið í áratugi inni í skáp engum til gagns, því þessi litur fer mér ekki vel. Ég tók mig því til og rakti hana upp og heklaði barnateppi sem nú bíður eftir að fara í ferðalag eitthvað út í heim handa barni sem þarf á því að halda :)

Fleiri flækingar !!!



Við höfum haft þá ánægju að sjá lítinn fallegan flæking = Glóbrysting hér í garðinum á hverjum degi í tæpa 2 mánuði. Í gær birtist svo fyrsti skógarþröstur ársins og hefur verið hér líka í dag. Þriðji gesturinn = svartþrastarkarl mætti svo í fóðrið okkar í morgun og hefur hoppað vítt um garðinn í leit að ýmsu æti og hamast við að róta upp gömlu laufi undan runnum ásamt félaga sínum skógarþrestinum. Enn einn fugl er mættur á svæðið, en það er fyrsti Tjaldurinn sem Rúnar sá hér við nýja lónið, en Tjaldarnir eru yfirleitt fyrstu farfuglarnir sem við sjáum hér á hverju nýju ári....

Wednesday, February 16, 2011

Viskubrunnur 2011



Hin árlega spurningakeppni Seyðisfjarðarskóla VISKUBRUNNUR hófst í s.l. viku og er nú fyrstu umferð lokið. Ég lenti í liði með kirkjukórnum að þessu sinni og keppti í gærkvöld ásamt einni úr kórnum og syni hennar sem hljóp með henni í skarðið, því að tveir að keppendunum sem áttu að vera með mér, voru veðurtepptir á Egilsstöðum. Okkur gekk alveg ljómandi vel, unnum Síldarvinnsluna og vorum stigahæsta liðið í gærkvöld, ásamt Gullversmönnum.
En hvort okkur kemur til með að ganga jafn vel í kvöld skal ósagt látið.
Verður maður ekki alltaf að vera bjartsýnn og horfa á jákvæðu hliðarnar, þetta er jú bara skemmtun og um að gera að vera með, þó maður vinni ekki, nema kannski af og til :)
Á myndunum má annars vegar sjá unga fólkið sem las upp brandara fyrir okkur, en þau eru að æfa sig fyrir stóru upplestrarkeppnina og um leið að safna fé í ferðasjóð bekkjarins, því þau ætla til Danmerkur í vor eins og venja er með elstu bekkina árlega.... Hinsvegar eru það foreldrar og kennarar sem sátu í sætum dómara, spyrils, tímavarðar og stigateljara...
Jæja, við rétt mörðum sigur í kvöld og þurfum því að taka þátt í 6 liða lokakeppninni sem verður í næstu viku.....

Monday, February 14, 2011

Fögur fjallasýn !




Það er ekki oft svo bjart og gott veður að hægt sé að ljósmynda fjöllin fallegu sem eru í augsýn á leiðinni frá Seyðisfirði til Húsavíkur.
En aldrei þessu vant, þá var dagurinn í gær einn slíkur dagur, þegar hægt var að taka myndir í skemmtilegri sólarbirtu, sem hafði mismunandi lit, eftir því hvenær dagsins myndin er tekin og hvort myndin var tekin á móti sól eða undan sól.
Ég hef haft það fyrir sið að mynda bæði Snæfellið og Herðubreið, þegar veður leyfir á fjallaferðum okkar og í þetta sinn tókust þær betur en oft áður, auk þess sem ég náði mynd af Dyrfjöllunum sem sjaldan skarta nægri birtu þegar ég á þar leið um. Það var því fögur fjallasýnin á þessu ferðalagi okkar :)

Enn ein norðurferð !




Enn og aftur skelltum við Rúnar okkur í norðurferð til mömmu á föstudags- morgunn, þó veðurútlitið væri ekki mjög gott. Enda var dimmt yfir og hríðarfjúk frá Jökuldag og langleiðina í Víðidal, en þar voru miklar vindrokur sem feyktu nokkrum bílum út af veginum, einn valt og var illa farinn og gámur fauk af flutningabíl, en við vorum búin að fá viðvörun og fórum því afar varlega um þetta svæði og komumst klakklaust yfir fjöllin.
Það var hinsvegar mikill munur að koma til Húsavíkur og sjá að nánast allur snjór sem var þar fyrir mánuði síðan var horfinn. Við komum nógu snemma til að geta erindað í banka og verslað og meira að segja skruppum við í eina klst. upp í Safnahús til að skoða nýopnaða sýningu á listaverkum, en einnig var búið að setja upp ljósmyndasýningu af gömlum húsum á Húsavík, sem ekki var síðra að skoða.
Á laugardaginn var blíðskaparveður og sól allan daginn og fórum við því með mömmu sem var óvenju hress, í bíltúr um bæinn og nágrenni og kíktum meira að segja í heimsókn til góðra ættingja.
Mamma hafði líka mjög gaman af að koma heim í Hlíð, en nokkuð er síðan við fórum þangað með hana, vegna veðurs og ófærðar við Hlíð í síðustu ferðum okkar.
Rúnar er líka vanur að kíkja niður fyrir Bakkann og heilsa upp á karlana í skúrunum. Aldrei þessu vant fór ég með honum og hafði bara gaman af að hitta þessu hressu sjómenn sem alltaf hafa gaman af að spjalla og fá sér korn í nefið :)
Áttum svo yndælis kvöld hjá Villu vinkonu og Fúsa sem alltaf taka svo vel á móti okkur. Auk þess hittum við öll móðursystkini mín á Húsavík og fleiri góða vini.
Veðrið var líka mjög gott á sunnudeginum, en við lögðum af stað austur í björtu og komumst heim í ljósaskiptunum, þrátt fyrir seinkun vegna krapaslabbs og sjóbreiðu á veginum alla leiðina yfir fjöllinn