Thursday, February 17, 2011

Fleiri flækingar !!!



Við höfum haft þá ánægju að sjá lítinn fallegan flæking = Glóbrysting hér í garðinum á hverjum degi í tæpa 2 mánuði. Í gær birtist svo fyrsti skógarþröstur ársins og hefur verið hér líka í dag. Þriðji gesturinn = svartþrastarkarl mætti svo í fóðrið okkar í morgun og hefur hoppað vítt um garðinn í leit að ýmsu æti og hamast við að róta upp gömlu laufi undan runnum ásamt félaga sínum skógarþrestinum. Enn einn fugl er mættur á svæðið, en það er fyrsti Tjaldurinn sem Rúnar sá hér við nýja lónið, en Tjaldarnir eru yfirleitt fyrstu farfuglarnir sem við sjáum hér á hverju nýju ári....

No comments: