Thursday, February 17, 2011
Teppi úr gamalli peysu....
Ég tók þá ákvörðun að reyna að leggja mitt af mörkum til starfsins hjá RKI deildinni okkar sem vinnur nú að því að safna og útbúa FÖT SEM FRAMLAG handa fátækum börnum á fyrsta ári. Ég var búin að gera tvö teppi úr prjónabútum frá mömmu og fleiru og vantaði efni í eitthvað meira. Fann þá gamla peysu af mér sem legið hafið í áratugi inni í skáp engum til gagns, því þessi litur fer mér ekki vel. Ég tók mig því til og rakti hana upp og heklaði barnateppi sem nú bíður eftir að fara í ferðalag eitthvað út í heim handa barni sem þarf á því að halda :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment