Wednesday, February 16, 2011

Viskubrunnur 2011



Hin árlega spurningakeppni Seyðisfjarðarskóla VISKUBRUNNUR hófst í s.l. viku og er nú fyrstu umferð lokið. Ég lenti í liði með kirkjukórnum að þessu sinni og keppti í gærkvöld ásamt einni úr kórnum og syni hennar sem hljóp með henni í skarðið, því að tveir að keppendunum sem áttu að vera með mér, voru veðurtepptir á Egilsstöðum. Okkur gekk alveg ljómandi vel, unnum Síldarvinnsluna og vorum stigahæsta liðið í gærkvöld, ásamt Gullversmönnum.
En hvort okkur kemur til með að ganga jafn vel í kvöld skal ósagt látið.
Verður maður ekki alltaf að vera bjartsýnn og horfa á jákvæðu hliðarnar, þetta er jú bara skemmtun og um að gera að vera með, þó maður vinni ekki, nema kannski af og til :)
Á myndunum má annars vegar sjá unga fólkið sem las upp brandara fyrir okkur, en þau eru að æfa sig fyrir stóru upplestrarkeppnina og um leið að safna fé í ferðasjóð bekkjarins, því þau ætla til Danmerkur í vor eins og venja er með elstu bekkina árlega.... Hinsvegar eru það foreldrar og kennarar sem sátu í sætum dómara, spyrils, tímavarðar og stigateljara...
Jæja, við rétt mörðum sigur í kvöld og þurfum því að taka þátt í 6 liða lokakeppninni sem verður í næstu viku.....

No comments: