Monday, February 14, 2011

Fögur fjallasýn !




Það er ekki oft svo bjart og gott veður að hægt sé að ljósmynda fjöllin fallegu sem eru í augsýn á leiðinni frá Seyðisfirði til Húsavíkur.
En aldrei þessu vant, þá var dagurinn í gær einn slíkur dagur, þegar hægt var að taka myndir í skemmtilegri sólarbirtu, sem hafði mismunandi lit, eftir því hvenær dagsins myndin er tekin og hvort myndin var tekin á móti sól eða undan sól.
Ég hef haft það fyrir sið að mynda bæði Snæfellið og Herðubreið, þegar veður leyfir á fjallaferðum okkar og í þetta sinn tókust þær betur en oft áður, auk þess sem ég náði mynd af Dyrfjöllunum sem sjaldan skarta nægri birtu þegar ég á þar leið um. Það var því fögur fjallasýnin á þessu ferðalagi okkar :)

1 comment:

Asdis said...

Þetta er hreint undursamlegar myndir, birtan svo sérstök. Mætti sko alveg prenta þessar. kv. Ásdís