Saturday, April 08, 2006
Píramídarnir heimsóttir
Myndin sem átti að fylgja með síðasta bloggi kemur hér. Ég á sífellt í vandræðum með að setja myndir inn með blogginu, veit ekki hvað veldur, en hef þetta þá bara svona....
Við heimsóttum píramídana 3 sinnum. Fyrsta daginn var rok og mikið sandfok svo við urðum frá að hverfa. Í hamaganginum tapaði ég bestu gleraugunum mínum en bjargaðist með lítil vasagleraugu alla ferðina. Annað skiptið fórum við á hestum og úlföldum bakdyramegin ef svo má segja, því við fórum með heimamönnum aðra leið en flestir fara og sáum Cairo úr eyðimörkinni hjá píramídunum við roðagullið sólsetur þegar bænaköllin ómuðu úr kallkerfum borgarinnar, það var ólýsanleg upplifun. Myndir úr þeirri ferð eru komnar í Yahoo-netmyndaalbúm sem heitir Giza pyramids. Fleiri albúm eru tilbúin t.d. Temples og Cairo life og fleira á leiðinni.
Læt þetta duga að sinni.... skrifa meira næst...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hæ Solla, ég var að skoða myndirnar þínar á Yahoo og þær eru alveg frábærar! Takk fyrir að deila þeim með okkur.
Post a Comment