Monday, July 28, 2008

Bláa kirkjan


Það eru fastir liðir hjá okkur á hverju sumri að fara á tónleika í bláu kirkjunni okkar. Þetta mun vera 10 sumarið sem tónleikaröðin er í gangi, en hún er nú skipulögð af stjórn sem skipuð var til að sjá um þá, eftir að höfundur hennar og aðal umsjónarmaður, Muff Worden lést fyrir aldur fram haustið 2006.
Að þessu sinni voru feðgarnir Bergþór Pálsson og Bragi Bergþórsson mættir ásamt undirleikaranum Þóru Fríði Sæmundsdóttur. Þau stóðu sig afskaplega vel að vonum og mátti segja að kirkjan væri full af ánægðum áheyrendum. Ekki spillti veðrið sem var framúrskarandi gott, svo að flestir voru meira og minna sveittir af því einu að sitja innan dyra og hlýða á ljúfan sönginn og undirspilið....

No comments: