Monday, July 28, 2008
Sumarfrí í Atlavík
Hæ hæ, ég er ótrúlega löt orðin að tjá mig, sama hvort það er hér á þessum vettvangi eða í gömlu góðu dagbókina mína, sem verið hefur samferðamaður minn frá fermingaraldri. Nú er ég greinilega orðin latari en ég hef áður verið og hálf skammast mín fyrir það og ætla að reyna að sýna lit með því að setja hér nokkrar myndir og helstu fréttir sumarsins.
Ella mágkona kom hér ásamt Árna sínum og Auði Lóu og skruppu með okkur í siglingu um flóann. Þau gistu og voru síðan skilin eftir hér í húsinu, því við vorum á leið á ættarmótið í Arnanesi, en þau dvöldu hér yfir helgina við heimsóknir hjá ættingjum og vinum.
Þröstur mágur kom hingað líka með fjölskylduna um daginn og stoppuðu nokkra daga. Þau fóru líka með okkur í smá siglingu út á fjörð og svo brugðum við okkur með þeim upp í Atlavík og nágrenni og áttum þar góða daga saman. Við skruppum m.a. yfir að Skriðuklaustri til að skoða fornleifauppgröftinn og fleira í glaða sólskini. Fórum líka og snæddum í Húsmæðraskólanum, þar sem myndarlegt hlaðborð var í boði. Að sjálfsögðu var líka grillað, gengið um skóginn og spjallað við nágrannana sem komu úr ýmsum áttum. Góður vinskapur tókst á milli yngstu meðlimanna, Sóleyjar frá Hafnarfirði og Eiríks Hrafns en þau sitja saman að snæðingi á meðfylgjandi mynd.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment