Monday, July 28, 2008
Lunga
Hin árlega Listahátíð ungs fólks á Austurlandi er afstaðin með pompi og prakt að venju. Ég hef meira og minna fylgst með þessum hátíðum frá upphafi og haft nokkuð gaman af þeim og óhætt er að segja að þessi "sæluvika" unga fólksins hafi sett sinn svip á sumarið á Seyðisfirði ár hvert.
Að þessu sinni fylgdist ég ekki mikið með uppskeruhátíðinni, nema hvað ég fór á tískusýninguna sem haldin var í fv. húsnæði skipasmíðastöðvarinnar hér í bænum.
Sýningin var glæsileg og vel skipulögð. Eini gallinn var hve dimmt var í þessum gríðarstóru húsakynnum. Það reyndist því erfitt að ná góðum myndum, nema maður hefði úrvals ljósmyndagræjum á að skipa. Meðfylgjandi má t.d. sjá sýnishorn af tilraunum mínum við myndatökuna, sem tókst svona allavega.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment