Monday, September 14, 2009
Veitingahúsið Kaíró
Viku fyrir Ljósanótt í Reykjanesbæ, sem var helgina 4.-6. sept. s.l. opnuðu Jóhanna Björg og Mo nýtt veitingahús Kaíró, við Aðalgötuna í Keflavík. Þar er hægt að fá 2-3 gerðir af Kebab, crepes, súpur og fleiri Egypska rétti.
Þetta fór vel af stað, mjög mikið hefur verið að gera, ekki síst í nætursölunni um helgar, en Mo hefur vakað aðfaranætur laugardags og sunnudags og eldað ofan í þá sem hafa verið við næturskemmtanir og verið svangir :o)
Ég óska þeim innilega til hamingju með dugnaðinn og vona að þeim gangi vel með reksturinn.
Ég er ekki búin að heimsækja þau eftir að staðurinn opnaði, en fer væntanlega í heimsókn að viku liðinni, en Rúnar er nýkominn frá þeim og hann tók meðfylgjandi myndir sem sýna hluta staðarins.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment