Sunday, August 23, 2009

Haust-uppskera helgarinnar...




Vegna óhagstæðrar veðurspár og ótta við næturfrost, þá tók ég þá ákvörðun að nota þessa helgi til að tína eins mikið af berjum og vinna úr þeim og kostur væri.
Á föstudaginn tókst mér að hirða stóran part af rifsberjunum í garðinum sem voru orðin rjóð og búa til hlaup í 7 krúsir. Í gær (22/8) var veðrið svo yndislegt að ég gat tínt heil ósköp af krækiberjum og bláberjum og er nú búin að sulta í samtals 13 bláberjakrúsir og stóran fullan pott af blandaðri hrásaft sem ég frysti í plastflöskum svo saftin verði eins og ný allan veturinn. Það er ekki amalegt að eiga nóg af þessu holla góðgæti þegar skammdegið hellist yfir :o)

1 comment:

Asdis said...

Það er eins gott að við erum að fara að borða góðan kvöldmat hjónin. Þvílíkar kræsingar hér á myndum. Mikið öfunda ég þig af öllum þessum berjum. Kær kveðja Ásdís