Wednesday, August 19, 2009

Spænsk matarveisla



Í gærkvöld 18. ágúst lentum við Rúnar í aldeilis frábærri matarveislu hjá Binnu og Magga. Þetta er í annað sinn sem okkur er boðið þangað í spænska matarveislu, en þær dugnaðarkonur Stefanía dóttir Binnu og Ágústa Berg eru sérfróðar um spænska matargerð og Ágústa eigandi að sérstakri Paellu-pönnu sem þær stöllur notuðu til að elda aðalréttinn. En auk þess voru alls konar Tapas réttir í boði, eins og djúpsteiktur smokkfiskur, kartöflueggjakökur o.m.fl. góðgæti sem sjá má á meðf. mynd.
Allir lögðu sig fram um að borða sem mest en ekki tókst samt að klára alla réttina. Þó lítið pláss væri eftir innvortis fyrir eftirréttina sem ekki voru heldur af verri endanum, þá var ekki hægt að sniðganga þá, þó maður væri pakksaddur upp í kok :o)
Þakka ég þeim öllum, Binnu, Magga, Stefaníu og Ágústu sem og öðrum viðstöddum fyrir frábært kvöld..........

No comments: