Thursday, August 06, 2009

RISA farþegaskip



Í dag, fimmtudaginn 6. ágúst er vikulegur ferjudagur á Seyðisfirði. Færeyska ferjan Norröna mætti hér stundvíslega í morgunn eins og flesta fimmtudags-morgna yfir sumarið. En á sama tíma mættu tvö önnur risaskip og tóku sitt pláss eins og sjá má á skipinu sem lagði við bryggjuna hjá Fiskvinnslunni og Angró og náði yfir að skipasmíðastöðinni, semsagt engin smá fleyta.
Þetta er a.m.k. í annað skiptið í sumar sem þrjú skip eru hér samtímis og oft hafa þau verið tvö á dag, enda verður bærinn yfirþyrmandi fullur af fólki og bílum þegar svona stendur á og varla hægt að komast leiðar sinnar nema helst fótgangandi.
Þetta er auðvitað gott og blessað og engin ástæða að kvarta. Ég viðurkenni þó að vera orðin leið á veðrinu hérna, sem mætti vera sólríkara og bjartara yfir sumarið, jafnt okkar íbúanna vegna sem og ferðamanna. En þokan og bleytan hafa gert sitt gagn, þar sem allur gróður vex og vex úr hófi fram og það eru komin nokkuð stór og góð ber. En allir sveppir hljóta að vera löngu ónýtir í allri þessari vætu. Næst á dagskrá verður að kíkja á þessar gjafir jarðar og reyna að bjarga einhverju í hús...

No comments: