Tuesday, August 04, 2009

Mærudagar á Húsavík




Helgina 24.-26. júlí s.l. vorum við stödd á Húsavík á hinum árlegu Mærudögum sem sífellt verður veglegri hátíð. Veðurspáin var ekki góð, en það rættist ótrúlega vel úr veðrinu og sólin skein að miklu leyti alla dagana sem við dvöldum þar.
Didda systir og Rúnar hennar mættu líka norður og við eyddum miklum tíma með mömmu að vanda, en hún dvaldi samt eingöngu með okkur heima í Hlíð eða fór með okkur á rúntinn um bæinn. Það var því misjafnt hve mikið við gátum tekið þátt í þeim viðburðum sem boðið var uppá. Við systur vorum svo mikið með mömmu að við misstum af ýmsu, en gátum þó séð það helsta og hitt fullt af fólki sem gaman var að sjá.
Börnin okkar skemmtu sér líka ágætlega (það ég best veit) og barnabarnið sömuleiðis, en Rúnar afi sá mikið um að passa hann og skemmta honum.
Bænum var skipt í 3 svæði í þremur litum, appelsínugult, grænt og rauðbleikt. Við vorum í græna miðbæjarlitnum eins og í fyrra og erum reyndar líka í sama lit í okkar hverfi hér á Seyðó.
Meðf. eru nokkrar myndir frá Mærudögunum...

No comments: