Tuesday, August 04, 2009
Hringferð um landið
Eftir að Mærudögum lauk á Húsavík, hélt Jóhanna suður en leyfði okkur Rúnari að hafa Adam ömmu-og afastrák og fórum við síðan af stað með hann í húsbílnum vestur á Snæfellsnes með viðkomu á ýmsum stöðum. Við heimsóttum gamla skólasystur sem er hestamaður í Skagafirði og hennar fjölskyldu, síðan aðra vinkonu í Búðardal. Þaðan fórum við til ættingja Rúnars á Grundarfirði og heilsuðum síðan uppá Hörra Hilmars sem átti einmitt hálfrar aldrar afmæli. Loks var komið við hjá kartöflubændum í Staðarsveitinni og tómatbændum í Borgarfirði, en önnur er gömul vinkona sem ég hef aldrei heimsótt og hin skólasystir úr Upplýsingatækni-náminu. Allir þessir endurfundir voru mjög ánægjulegir og veðrið fór sífellt batnandi eftir því sem sunnar dró.
Adam var líka mjög góður og við skelltum okkur með honum í sund og að síðustu þegar til Keflavíkur kom, í nýja heita pottinn sem Jóhanna og Mo eru búin að setja í garðhýsi hjá sér.
Framhald ferðarinnar kemur væntanlega á morgun :o)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment