Saturday, August 15, 2009

Grillhátíð 2009




Grillhátíð Seyðfirðinga var haldin hátíðleg í dag og hófst kl. 13 þegar íbúar byrjuðu að skreyta sitt svæði og undirbúa kvöldið. Að þessu sinni ákvað skipulagsnefnd dagsins að skella saman græna og appelsínugula svæðinu annars vegar og hins vegar bláa og rauða svæðinu, þannig að nú voru svæðin bara 3 í stað 5 áður.
Kl 17 var byrjað að grilla og að máltíð lokinni tók við kennslustund í dansi, þar sem 3 ungar stúlkur höfðu samið dans við hressilegt rokklag og meirihluti mættra tók þátt. Einnig þurfti að læra hverfissönginn sem var stutt og auðlært viðlag.
Loks var þrammað af stað niður á miðbæjartorg, þar sem hóparnir hittust og kepptu um farandbikarinn (frá Daða)sem við í græna hverfinu unnum í fyrra. Að þessu sinni urðum við að afhenda bleika liðinu bikarinn. Ég hélt að til hefði staðið að veita líka verðlaun fyrir besta hverfissönginn og fleira, en eitthvað fór það úr skorðum.
Eftir varðeld, söng og dans og heilmikið spjall, drifum við Rúnar okkur heim fyrir miðnætti, enda þurfti ég að ganga frá myndum kvöldsins og velja nokkrar til að senda til Austurgluggans.
Við Rúnar tókum smá hlé í dag frá til að skoða skreytingar sem fólk var búið að setja við hús sín víða um bæinn. Sjálf vorum við búin að skreyta hjá okkur (sjá sýnishorn á meðf. mynd) og gaman var að sjá ólíkar útgáfur í öllum litum :o)
Veðrið hefði mátt vera hlýrra og betra, en þakka má þó fyrir að ekki var rigning, þó aðeins kæmi smá súld um tíma, þá var það bara sýnishorn... og við fengum meira að segja smá sól, sem var FRÁBÆRT þó stutt væri. Ég þorði ekki annað en að dúða mig í kuldagalla, enda var mér frekar of heitt en kalt, sem betur fer...
....og nú er víst kominn tími til að drífa sig í háttinn, enda orðið vel framorðið - geisp...!

1 comment:

Asdis Sig said...

Góðar myndir, þetta hefur verið gaman. Kær kveðja til ykkar hjóna.