Sunday, August 09, 2009

Geitungar í garðinum !!!




Í dag, sunnudaginn 9. ágúst, fór hitinn á svölunum hjá okkur uppí 45,7 stíg á móti sólu en í skugganum fór hinn mælirinn í 26 gráður. Við notuðum daginn til að vinna í garðinum, því þar eru endalaus verk sem þyrfti að vinna oftar og betur, m.a. að klippa gróðurinn og hreinsa illgresi úr blómabeðum og víðar.
Þegar við vorum önnum kafin við að klippa viðjuna á milli húsanna, þá birtist allt í einu geitungahópur (líklega hátt í 20 flugur) svo við fórum að horfa í kringum okkur og sáum þá lítið bú vandlega falið á stóru hvalbeini sem pabbi lét mig hafa eitt sinn sem sæti í garðinn. Eins og sjá má þá hefur lítil reyniviðarplanta fest rætur við hliðina á beininu og smeygt sér upp í gegnum mænugöngin, þar sem ég setti eitt sinn kringlóttan stein, sem flugurnar hafa nú notað til að festa búið sitt á. Það hangir semsagt í góðu skjóli, en hrædd er ég um að þær fái nú ekki mikið lengur að dvelja þar í friði. Við höfum varla séð geitunga í sumar, enda hefur veðrið ekki verið hagstætt fyrir þær hér hjá okkur. En við vonum auðvitað að framhald verði á þessu góða veðri sem við höfum nú haft í 3 heila daga :o)

1 comment:

Asdis said...

Sæl Solla mín. Ég var að skoða færslurna þínar og myndirnar, rosalega hefur verið gaman hjá ykkur og mikið gert. Við erum komin heim eftir dásamlega vikuferð og nú er bóndinn kominn með kvef. Alltaf gott að koma heim á ný. Kær kveðja í austrið.