Wednesday, August 05, 2009

Seinni hluti hringferðarinnar...







Eftir að við lögðum af stað frá Reykjavík, austur um til Seyðisfjarðar, þá tókum við því frekar rólega, því veðrið var svo gott. Við fórum fyrst í bústaðina til Lóu föðursystur minnar á Þingvöllum og þaðan til Önnu móðursystur Rúnars í Grímsnesinu. Síðast litum við inn hjá skólasystur sem býr á Selfossi. Þaðan lá leiðin á Kirkjubæjarklaustur þar sem við gistum á notalegu tjaldstæði, þar sem fólk skemmti sér hóflega, söng og skaut upp fádæma fallegum flugeldum og allir voru síðan til friðs um nóttina. Við tókum myndir af Systrastapa, kirkjugólfinu og tröllatippinu áður en við yfirgáfum staðinn næsta morgunn.
Seinni heimferðardaginn skoðuðum við m.a. Þórbergssetur á Hala í Suðursveit, en héldum svo ótrauð heim í þokumettaðan Seyðisfjörð sem beið okkar regnvotur. Og síðan hefur varla stytt upp, rigningin er eins og skýfall á köflum og Fjarðaráin orðin mórauð og fyrirferðarmikil.
Reynir bóndi dvaldi hér einn í húsinu á meðan við vorum fjarverandi og passaði það vel, en hann kvaddi í kvöld og dreif sig suður á ný, enda sonur hann mættur til að verða honum samferða...

No comments: