Friday, January 01, 2010

Áramótin 2009 - 2010




Jæja, þá eru enn ein áramótin liðin og nýtt ár hafið. Vonandi verður þetta nýja ár jafn gott og veðrið er búið að vera í dag (nýársdag) og raunar í gær líka, því sjaldan hefur verið jafn mikið logn og blíða á gamlaárskvöld eins og í gærkvöld.
Það var að vísu kalt úti og mikill snjór, svo hægt var að skjóta upp rakettum úr öllum snjónum.
Það hefur líka komist á sú hefð að strax eftir Skaupið (sem okkur fannst óvenju óskemmtilegt að þessu sinni) förum við með nesti með okkur, í heimsókn til Kristrúnar og Birgis og skjótum þar upp flugeldum á miðnætti og drekkum síðan saman kaffi og meðlætið sem allir fjölskyldumeðlimirnir mæta með til þeirra.
En í kvöld skruppum við til Binnu og Magga og spiluðum 2 ný spil við þau. Það tók allt kvöldið frá kl. 20-24 og allir einhvers vísari eftir þessa glímu :)
Gleðilegt nýár öll sömul og þakka ykkur fyrir liðnar samverustundir :)))

1 comment:

Ásdís Sig. said...

Gleðilegt nýtt ár Solla mín, þetta hafa verið góð og friðsæl jól hjá ykkur eins og okkur. Kær kveðja Ásdís