Thursday, January 28, 2010
Eldgos á Seyðisfirði ???
Klukkan 19:05 í gærkvöld, miðvikudaginn 27. janúar 2010 stóð Rúnar við eldhúsgluggann og sá mjög skært ljós falla skáhallt 10-20° vestan við norður. Þetta hefur trúlega verið stór loftsteinn. Ég hef einmitt frétt af tveimur slíkum björtum stjörnuhröpum undanfarið sem Seyðfirðingar á leið yfir Fjarðarheiði hafa séð.
Það væri algjör heppni ef manni tækist að festa slíkan atburð á venjulega mynd :)
Hinsvegar þurfti ég að bregða mér út á Búðareyri í kvöld eftir bók sem átti að fara á bókasafnið og sá á leiðinni hvað fullt tunglið skein fallega beint yfir Strandatindinum, umvafið skýjaslæðum sem liðu yfir eins og reykur, svo við lá að manni þætti vera komið eldgos í fjallið, svo bjart var skinið yfir fjallinu.
Ég var með myndavélina í vasanum eins og oft áður og smellti af nokkrum myndum til gamans. Einnig tók ég sólroðamynd í vesturátt fyrir nokkrum dögum sem ég læt líka fljóta með, því halda mætti að eldar væru logandi handan við fjöllin.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment