Saturday, January 09, 2010

Morgunroði og málverkasýning !




Mikið var morgunroðinn fallegur í morgun og það var sko ekki kuldinn sem mætti manni þegar maður opnaði út, ó nei, það var kominn 10 stiga hiti og snjórinn allur að bráðna. Ég dugnaðist við að moka metersdjúpan snjó af svölunum sem þornuðu með það sama, hvílíkur munur :)
Svo bakaði ég eina köku (Amish vináttubrauð) og skrapp með hana yfir til Binnu + co með kaffinu, en síðan skruppum við saman á ljómandi fallega málverkasýningu í Skaftfell, þar er Reynir rakari pabbi Kötu leikskólakennara að sýna þær myndir sem hann hefur málað af gömlu húsunum á Seyðisfirði. Þetta eru mjög fallegar og vel gerðar myndir, enda fá sýnishorn að fljóta hér með...

1 comment:

Asdis Sig. said...

Yndislegar myndir :)