Friday, January 08, 2010

Vetrarstillur og jólin kveðja !




8. jan. 2009. Veðrið er búið að vera óvenju fallegt undanfarið, fullt tunglið hefur skinið skært ýmist á heiðum himni eða merlað í skýjaslæðum. En það er erfitt að ná góðum myndum í myrkrinu, nema með supergræjum sem maður kann vel á.
Það eru líka síðustu forvöð núna að taka jólalegar vetrarmyndir. Þess vegna fór ég á stúfana í morgun með nýjustu myndavélina, þrífót og hugmyndaflugið að vopni og gerði nokkrar tilraunir til að fanga fegurðina út.
Ég fór í birtingu, en talsverður birtumunur er samt á myndunum, þó ekki séu margar mínútur á milli þeirra. En tunglskinsmyndina var ég reyndar búin að taka fyrir nokkru og lofa henni bara að fljóta hér með, því líkt og þetta var skin mánans við síðasta fulla tugl.

1 comment:

Asdis Sig. said...

Alveg yndislegar myndir :)