Thursday, December 27, 2018

Birgitta Tómasd. og ljóðin hennar !

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=333889&pageId=5252811&lang=is&q=BIRGITTA%20T%D3MASD%D3TTIR%20Birgitta%20T%F3masd%F3ttir

Tuesday, December 25, 2018

Jólaveðrið !

Það skeður ekki oft að við upplifum RAUÐ JÓL, en það gerðist einmitt núna 2018.
Við höfum fengið ótrúlega stillt og milt veður nú fyrir og um jólin og er ég mjög þakklát fyrir það ❤
Það sem meira er, Rúnar dreymdi núna snjó og meiri snjó, svo ég held í vonina að næstu mánuði verði snjólítið (ranghverfir draumar) og veturinn því óvenju mildur hér hjá okkur, þó náttúran sýni ýmsar aðrar hliðar víða um heim !



Orðin hress eftir axlaraðgerðina !

Um miðjan okt. s.l. fór ég suður í aðgerð á vinstri öxlinni, sem olli mér endalausum sársauka og fötlun síðan ég datt um síðustu áramót. Nú eftir rúma 2 mánuði frá aðgerð er ég orðin nær sársaukalaus og farin að geta notað hendina við flest verk og finnst þetta algjör lúxus eftir langa bið eftir bata sem ekki gekk eftir, þar sem skaðinn var meiri en ég hélt og varð þess valdandi að ég sagði upp störfum, enda svefnlítil og þreytt alla daga !
Ég tók svo upp restina af gulrótunum í nóvember og var mjög sátt við uppskeruna, þó ég hafi séð hana betri áður 😄
Rúnar hinsvegar fór suður fyrir stuttu í ristilspeglun og komst að því að ekkert alvarlegt væri að, eins og ég var búin að kvíða fyrir að gæti verið að. Svo nú er hægt að halda gleðilega hátíð í friði og ró 💕



Sunday, December 16, 2018

Snjórinn kom og fór !

Eins og Olga Jónsdóttir sagði mér í haust, þá dreymdi hana endalaust um snjó og ég mjög glöð með það, því slíkir draumar eru ranghverfir draumar og tákna gott veður framundan. Það reyndist rétt, því við vorum næstum snjólaus til 1. des. þá snjóaði ökladýpt og hélst í tæpar 2 vikur, áður en hlýnaði á ný og auðnaðist ! Ég er því þakklát að öll rigningin sem við höfum fengið í haust, var ekki snjór 😄


Frásagnir Friðþjófs Þórarins á Ísmús.is

https://www.ismus.is/i/person/uid-7b1b6c32-fb3d-41f9-9f4e-a1f1f26f85f7

Monday, December 10, 2018

Slóð á gamlar fréttamyndir

https://imsvintagephotos.com/index.php?route=product/search&description=true&limit=100&page=1&search=iceland

Tuesday, November 20, 2018

Flækingsfuglar í heimsókn !

Það hefur verið fastur liður á hverju hausti að hingað komi flækingsfuglar sem gleðja okkur með nærveru sinni. Þetta er orðinn nokkuð hefðbundinn hópur, en það eru 1 Gráhegri, 2 Hettusöngvarar, 3 Silkitoppur og 1 Svartþröstur. En einnig mættu fleiri smáfuglar (söngvarar) en það gekk illa að ná myndum af þeim... Starar eru hér líka eins og flækingar og mættu nokkrir að þessu sinni.

Silkitoppur eru fallegir árlegir flækingar hjá okkur og alltaf velkomnar og fá epli...
Hettusöngvara frú mætt í eplaveislu eins og venja er árlega þegar flækingar mæta !
Hér er hinsvegar Hettusöngvara karl (með svarta hettu, en frúin hefur brúna hettu) :)
Hér eu silkitoppa og svartþröstur að rífast um ætið sem var í boði að þessu sinni...
Einn gráhegrinn sem mætti til okkar að þessu sinni, en annar bættist fljótlega við...

Aðgerð á öxl

Eftir að ég datt í kartöflugeymslunni um síðustu áramót og meiddi mig illa, hef ég verið verkjuð mánuðum saman. Tognað hné lagaðist og sömuleiðis brákuð rifbein, en öxlin hélt áfram að halda fyrir mér vöku, svo ég gafst upp, ákvað að hætta að vinna á bókasafninu og einbeita mér að því að ná aftur heilsu. Fór suður í myndatöku sem leiddi í ljós að ég þurfti í aðgerð og eftir hæfilegan biðlistatíma mætti ég aftur suður í Orkuhúsið í aðgerðina sem ég held að hafi heppnast nokkuð vel.
Hef nú verið í mánuð að jafna mig og gera smá æfingar og finn alveg vikulegar framfarir :)
En dagana fyrir aðgerðina vorum við Rúnar að hjálpa Bergþóri og fjölskyldu að flytja í stærri íbúð og það tók nokkra daga. Við gistum hjá Diddu systur á meðan, sem var ómetanlegt á meðan þetta rask átti sér stað.<3 p="">




Haustverkin hefðbundin !

Haustverkin voru hefðbundin, þ.e. að tína sveppi, bláber, taka upp kartöflur, gulrætur og annan jarðargróður sem óx vel að þessu sinni. Berjasprettan var óvenju góð og frystikistan hálf full af frosnum berjum og saft til vetrarins.






Wednesday, October 31, 2018

Slóð á grein eftir Möttu Björns

https://lifdununa.is/grein/lif-i-hjolastol/?fbclid=IwAR0iBxqDWSnjcsFvwM4HWirniNP0BW5PV32rgGMN-9qYHpdqtpRHEzYFM4Y

Tuesday, September 11, 2018

Wednesday, August 15, 2018

Theodórs afa míns minnst á Bjarmalandi

Stjórn Fálkasetursins ákvað að halda minningarstund um Theodór afa á Bjarmalandi og var dagurinn valinn sunnudaginn 12. ágúst. Góða veðrið var með okkur og það mættu yfir 40 manns sem hlýddu á upprifjun Gulla Benna á lífshlaupi afa og áhugamálum hans. Við Rúnar og Siggi mættum fyrir hönd minnar stórfjölskyldu. En Gurrý og Gulli Benni sáu að mestu um þetta og tóku við dótinu sem ég var með úr fórum afa (stafina hans, töskuna, spariföt og fleira).
Dauði minkurinn var hafður til sýnis og allir skrifuðu í gestabókina áður en þeir fóru.
Ákveðið var að láta smíða nýja útihurð fyrir Lambafellsleiguna sem á að duga fyrir kostnaði.



Bergþór og co í heimsókn !

Eftir heimkomuna frá Noregi drifum við okkur austur til að undirbúa komu Bergþórs og fjölskyldu. Við mæltum okkur mót á Húsavík og dvöldum þar 2 nætur, en héldum síðan austur á ný og voru þau heppin með veður flesta dagana...!






Noregsferð 2018

Okkar árlega heimsókn til Jóhönnu okkar og fjölskyldu var um mitt sumar, 7.-20. júlí.
Við lentum í hitabylgju einu sinni enn og 30 stiga hita flesta daga og miklum þurrkum, svo eldhætta var mikil og bændur í vanda vegna heyskorts. En við fórum víða þessa daga og dvöldum m.a. í sumarhúsi skammt frá Kristiansand, en þangað fórum við líka í heimsókn til vinnuveitanda Mo.
Við heimsóttum Þröst og co og svo var frænkuhittingur hjá Jóhönnu. Einnig fórum við í 2 skemmtigarða, klifurgarð og dýragarð auk þess sem við týndum ber, söftuðum o.m.fl....
Í heimsókn hjá Þresti mági og Birnu konu hans í Oslo.

Við Jóhanna með frænkunum sem búa í Noregi, Sivu, Ingunni og Gígju.
Heimsókn í skemmtigarð í Noregi, þar sem hægt er að æfa og prófa ýmsar jafnvægislistir...
Talsvert var um norsk tröll af ýmsu tagi í þessum skemmtigarði...
Heimsókn til vinnuveitanda Mo, sem bauð okkur í grillveislu í garðinn sinn...
Þetta er mynd af vinnuveitanda Mo og framhlið á sveppabók sem hann gaf út...

Við Jóhanna með börnin í sumarhúsi í helgarfríinu sem þau höfðu á þessum tíma...

Lífeyrismálin !

Á þessari vefslóð má finna allar upplýsingar um lífeyrismálin (að sögn)...
https://www.lifeyrismal.is/

Tuesday, June 19, 2018

Straumendur, jaðrakanar o.fl...

Sumir fuglar sem voru sjaldséðir hér áður fyrr, eru nú orðnir mest áberandi þegar að er gáð. T.d. Straumendur, Jaðrakanar og Óðinshanar. Gæsum fjölgar líka enn og Tjaldar eru áberandi á vorin, en aðrir fuglar eins og Lóur og Spóar sjást sjaldnar en áður, eða eru minna áberandi.... Kríur og Hettumáfar og fleiri máfar eru líka fyrirferðamiklir ásamt Æðarfuglum sem alltaf eru hér í hundraðatali. Ýmsar endur eru minna áberandi og t.d. Himbrimar eru aldrei margir, en sjást allt árið.



Gæsa örverpi !

Við leit að hettumáfseggjum, rakst ég á þetta gæsahreiður með litlu örverpi, sem örsjaldan sést í náttúrunni, helst hjá æðarfuglum, skv. því sem ég hef frétt.
Óvenju mikið er um fugla hér núna, sem er gleðilegt !


Fanney + Kristín í Hringveri

http://www.ruv.is/spila/ras-1/huldukonurnar/20180617

Friday, May 11, 2018

Nú eru flestir farfuglarnir mættir og sumir farnir að verpa. En ekki hefur mér tekist að finna nein hreiður nema eitt andahreiður og eitt gæsahreiður sem búið var að taka egg úr. Engin hettumáfsegg ennþá og veit ekki hvar þeir verpa núna? En það virðist lítið æti fyrir máfa núna, því þeir eru alltaf að leita að æti hér heima í görðunum og stela brauðendum sem maður setur út fyrir smáfuglana :(



Upplýsingar um séreignalífeyrir m.a. á þessari slóð !

https://www.lsr.is/sereign/spurt-og-svarad/

Sunday, May 06, 2018

Ruslatínsludagurinn 5. maí 2018

Bæjarbúar tóku sig saman og tíndu rusl í bænum og kringum fjörðinn á björtum sólardegi og fengu svo vöfflukaffi að því loknu. Munurinn er mjög sjáanlegur, því nú er allt plastruslið horfið, sem áður hékk í runnum og víðar um allan bæ og fjörur orðnar hreinar !
Áður vorum við Rúnar búin að tína rusl meðfram Fjarðará og uppi hjá Hrútahjalla, úti á V-eyri og Eyrum o.fl....




Önd bjargað !

Á vikulegum fuglarúnti okkar Rúnars komum við auga á önd sem var föst við "ból" á sjónum. Hún hafði einhvernveginn flækst í böndum sem héngu úr flotholtinu niður í sjóinn og henni var því dauðinn vís. Við gátum ekki hugsað okkur að vita hana deyja þarna ósjálfbjarga, fórum og sóttum gúmmíbát sem við eigum og þeir feðgar, Siggi og Rúnar björguðu henni og það gekk vel :)




Heimsókn Boga, Bergþórs + Nínu

Bergþór okkar og Nína Björg dóttir hans komu í heimsókn á síðasta vetrardag og gistu 4 nætur. Það var mjög ljúft að fá þau aðeins til okkar og við fögnuðum sumri saman :)
Einnig kom Bogi Ara í heimsókn og var ótrúlega duglegur að sitja fyrir flækingsfuglunum og mynda þá. Hann hafði aldrei fyrr náð að mynda hettusöngvara og fjallafinkur !




Slóð á myndir Eyjólfs Jónssonar

http://ljosmyndasafn.reykjavik.is/fotoweb/archives/5000-Heim/?q=sau%C3%B0f%C3%A9%20and%20sey%C3%B0is*%20and%20eyj%C3%B3lfur

Wednesday, April 04, 2018

Slóð á gamlar myndir hjá HERAUST

https://myndir.heraust.is/fotoweb/archives/5003-Mannamyndir/Mannamyndir/60-3754.jpg.info

Monday, April 02, 2018

Páskar 2018

Það var alls konar veður um páskana, bæði glaða sól á páskadag og úrkoma aðra daga, en engin stórveður sem betur fer. Við skruppum nokkrum sinnum á fuglarúnt að kíkja á vorboðana, tjalda, tildrur, álftir, gæsir, straumendur og fleira. Fórum einnig smá labbitúr hjá gömlu Selstöðum að kíkja á hvalhræið sem þar er...
Svo má ekki gleyma fermingunni á skírdag og veislunni hjá Ara Birni og fjölskyldu...