Það hefur verið árlegur viðburður í nokkuð mörg sumur að haldinn er hátíðlegur Skógardagur á Hallormsstað, þar sem bændur vinna saman að því að kynna framleiðslu sína og fleira.
Gestum hefur fjölgað ár frá ári og þessi hátíð var sú fjölmennasta sem við höfum mætt á.
Í fyrra gerðist það að feitur nautsskrokkur brann til kaldra kola og kveikti í nærstöddu tré. Því varð minna um mat í boði en var t.d. núna, þegar allt gekk skv. áætlun og meira að segja veðurguðirnir voru okkur hliðhollir.
Börnin nutu sín líka við ýmsa leiki sem boðið var uppá !
Sjá má hér lítinn hluta gesta sem mættu á þessa árlegu sumarhátíð bænda á svæðinu...
Nautsskrokkurinn sem grillaður var og uppétinn að þessu sinni virtist vel feitur (?)
Þetta mun vera tréð sem kviknaði í síðasta sumar og nú mjög vinsælt hjá börnunum...
Að grilla svona brauðdeig á trjágreinum virtist mjög vinsælt...
Ýmsir leikir voru í boði fyrir börnin og biðraðir víða...
Ketilkaffið virðist alltaf vinsælt þó ég hafi aldrei smakkað á því :)
Lummurnar eru alltaf vinsælar og biðröð eftir að fá að smakka þær :)
No comments:
Post a Comment