Það hefur verið áberandi undanfarin ár, hvað fuglalíf hér í firðinum hefur aukist. Minkurinn er nær horfinn og skiptir það máli hvað þetta varðar. Einnig er algengt að sjá hér seli í lóninu eða við fjörur fjarðarins, auk þess hreindýr á beit í hlíðunum og að sjálfsögðu nóg af kindum og hestum.
Það leit vel út með afkomu unganna hjá öndunum í upphafi, en meira veit ég ekki (?)
Hestar eru býsna margir hér í firðinum og virðast hafa nóg að bíta og brenna...
Hreindýrin hafa verið sjaldséð hér þetta árið, hvað okkur varðar...
Þessi selur hélt sig lengi við Vestdalseyrina og sýndi skemmtileg tilþrif er við mættum.
Það var líf og fjör á meðal lambanna hér í firðinum þetta vorið...
No comments:
Post a Comment