Það hefur nú ekki gerst fyrr að myndir af mér kæmu í mörgum blöðum á svipuðum tíma, en það gerðist samt nýlega. Bogi Arason blaðamaður hjá Mbl.is er góður ljósmyndari og frændi Rúnars. Hann kemur stundum austur og fer með okkur í fuglaleit, því fuglar eru í uppáhaldi hjá okkur öllum.
Meðfylgjandi myndir tók hann af mér, þegar ég vogaði mér að stíga út fyrir göngustíginn til að taka mynd af kríuhreiðri :) Fyrri myndin birtist því í Mbl. og ég fékk beiðnir um að hún yrði sett í fleiri blöð og það varð úr, þó myndir af mér hefðu þá nýlega birst þar af öðru tilefni :)
Það er ekki gott að vera húfulaus nálægt kríum, ég hef reynslu af því...
No comments:
Post a Comment