Það hefur verið árlegur viðburður nokkuð mörg ár, að sólstöðu eða Jónsmessuganga væru gengnar hér í firðinum. Þar sem engin slík var í boði að þessu sinni, þá fórum við Rúnar og Siggi Birkir út fyrir Selstaði og gengum síðasta spottann út að Brimnesvita, tókum heilmikið af myndum af gömlum tóftum, til að merkja með aðstoð Halla Más, sem ekki treysti sér með okkur.
Við fengum allskonar veður á leiðinni, sól, regn, þoku og ýmist kalda hafgolu eða logn !
Veðrið var nokkuð gott við upphaf göngunnar út að Brimnesi :)
Hér má sjá rústirnar af undirstöðum gamla Brimnes bæjarins sem brann...
Þessi "gjá" er rétt hjá Brimnesvitanum :)
Brimnesvitinn er ekki hár í loftinu, en gerir örugglega sitt gagn !
No comments:
Post a Comment