Ég ákvað í lok apríl að stinga upp kartöflu og gulrótarbeðin og setja niður útsæði og fræ fyrir mánaðarmótin í von um að ekki kæmi vorhret í maí. Breiddi svo plast yfir kassana þar til grösin fóru að gægjast uppúr moldinni, setti þá akríldúk yfir og vonaði að það mundi duga.
En lengi er von á kulda, þó ekki kæmi mikill snjór eða frost, nóg samt til að frostbrenna efstu blöðin á grösunum. Hinsvegar sluppu bæði gulrætur og spínat, sem betur fer...
Þrátt fyrir góðan vilja og ýmsar varnir gegn kuldanum, þá mistókst gulrótasáningin...
Aðeins lítil uppskera virðist verða af gulrótum, en kartöfluupppskeran lofar góðu...
No comments:
Post a Comment