Loksins, eftir nokkurra ára hlé, var aftur byrjað að keppa í róðri um sjómannahelgina og reyna að lífga uppá atriðin sem áður voru árleg, eins og að heiðra sjómann í tilefni dagsins og fleira.
Þátttaka var nokkuð góð, þrátt fyrir kuldanæðing og ég tók nokkrar myndir, sem fá að fljóta hér með, en þær ásamt fleiri myndum enduðu hjá öðrum ljósmyndara sem vildi fá að nota þær !
Kappróður á Seyðisfirði, sem féll niður í fáein ár, en tókst ágætlega að þessu sinni.
Ungt fólk tók þátt í plankaslag yfir sjónum og kipptu sér ekki við að detta í kaldan sjóinn.
Gullver fór með hóp af farþegum í siglingu um fjörðinn á sjómannadaginn að vanda !
No comments:
Post a Comment