Friday, November 07, 2008

Ferðalok



Að ferðalokum má svo sjá 2 myndir sem sýna, annars vegar sjávarkletta sem gætu alveg verið á Íslandi og hins vegar flugvöllinn á Madeira sem, vegna skorts á sléttlendi, er byggður að hálfu leyti á súlum í fjöruborðinu. Það var mjög sérstakt að sjá þessa hönnun á flugvellinum við aðflugið að eyjunni og sömuleiðis að aka síðar eftir veginum sem liggur undir brautina. Heimamenn eru greinilega snjallir að leysa þau vandamál sem plássleysið á eyjunni skapar, svo ekki er hægt annað en dást að því hve ráðagóðir og duglegir þeir eru....
Það er verst hve óskýr flugvallarmyndin er, en hana má stækka talsvert með því að smella á hana, það munar miklu...

3 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir skemmtilega ferðasögu.
Kv. Ágústa Berg

Anonymous said...

Hæ elsku Solla. Við hjónin lásum allt bloggið og skoðuðum myndir í síðustu viku en skilaboðin virðast ekki hafa komist inn. Þetta hefur verið meiriháttar gaman allt saman og margar góðar myndir, ekki vildi ég keyra alla þá vegi sem sáust á myndum. Hafðu það gott mín kæra og kveðja frá Selfossi.

Anonymous said...

Æðislegar myndir og skemmetileg ferðasaga.

Kv. úr Horsens
Steinunn, Hallur og börn