Monday, May 04, 2009

HERFUGL á Seyðisfirði


Ólafur Örn Pétursson hringdi í mig og sagði mér frá HERFUGLI á Seyðisfirði, þegar ég var nýlögð af stað frá Húsavík, áleiðis til Seyðisfjarðar í gær. Hann sagði að þeir Freyr Andrésson og fleiri hefðu séð og greint hann, enda fuglinn stór og engum öðrum fuglum líkur, en hann er sjaldséður flækingur hér á landi.
Unnur Óskarsdóttir hringdi líka í mig þegar ég var nýkomin heim og hafði séð hann líka og ætlaði að mynda hann, en auðvitað flaug hann á braut á meðan hún sótti myndavélina.
Ég hef séð herfugla af og til erlendis og tók meðfylgjandi mynd af einum slíkum við þjóðminjasafnið í Cairo í Egyptalandi fyrir 3 árum, en þar gengu þeir um á meðal íbúa borgarinnar, rétt eins og þrestir og starar spóka sig hér á meðal okkar Íslendinga í borg og bæ.
Þrátt fyrir nokkra leit í gær, fann ég hann ekki og þarf að fara núna í smá leiðangur í von um að ná mynd af honum til að senda á hóp fuglaáhugamanna sem ávallt fá tilkynningar frá mér, þegar flækingar eru hér á ferð.
Það er líka gaman að sjá svona fallega og óvenjulega gesti, þeir krydda hversdagsleikann...

1 comment:

Asdis Sig said...

hæ skvís. flottar myndir í færslunni hér á undan. Fallegur er hann líka þessi fugl, gaman ef þú nærð sjálf mynd á heimaslóð. Kær kveðja