Tuesday, May 26, 2009

Nýjar og gamlar minningar...




Útskriftarhelgina mína vildi svo til að Bergþór sonur minn átti afmæli.
Í tilefni af þessum tímamótum ákváðum við fjölskyldan að borða saman og fórum við Rúnar og strákarnir til Keflavíkur og áttum þar góðar stundir með Jóhönnu og fjölskyldu. Við það tækifæri kíktum við upp á "völl" þar sem tengdasonur okkar Mo er farinn að vinna í eldhúsinu í nýju DeTox fyrirtæki Jónínu Ben.
Það hittist svo vel á að opnunarhátíðin stóð yfir og hittum við þar Jónínu sjálfa, en hún er gamall kunningi frá Húsavík, enda bekkjarsystir bróður míns. Fjölskylda hennar hafði einnig mætt á staðinn og hitti ég þar Benna föður hennar sem ég kynntist vel þegar ég vann hjá honum í Hrunabúð, sællar minningar á unglingsárum. Benni var alltaf hress og líflegur félagi og mikill tónlistarmaður. Því miður skeði það nýlega að hann missti heyrn á öðru eyra og er ekki ennþá búin að venjast þessum missi. Hinsvegar hefur Jónína misst mörg kíló sem ég býst ekki við að hún sakni, því hún lítur mikið betur út núna en síðast þegar við sáumst. Ég fékk leyfi til að taka mynd af þeim feðginum og fylgir hún hér með.

No comments: