Tuesday, May 19, 2009

Sigling með Adam og Japsy



Við fréttum það í gærkvöldi(18. maí)að hvalur hefði skemmt bæjarbúum hér í firðinum. Við misstum af þeirri skemmtun en ákváðum hinsvegar að drífa okkur í sjóferð í morgun með Adam litla ömmu og afastrákinn okkar sem er hjá okkur í heimsókn og buðum Japsy Jacobs að koma með okkur, því hún átti inni loforð um slíka ferð hjá Rúnari. Veðrið var bara nokkuð gott, þó ekki skini sól og enginn sæist hvalurinn. Rúnar renndi færi í sjó og náði 2 þorskum, annar fékk frelsi en hinn ætlaði Adam að borða alveg sjálfur:)
Japsy var auðvitað hin kátasta, frelsinu fegin eftir miklar áhyggjur og kvíða undanfarnar vikur vegna vandræða varðandi atvinnu og dvalarleyfi hennar hér á landi, sem nú er loksins komið í lag út þetta ár, Guði sé lof !
Það var einmitt Rúnar sem hófst handa með góðri aðstoð fleiri heimamanna að safna undirskriftum henni til handa, sem vafalaust hrintu af stað miklum stuðningi við hana og það réttlætismál að hún fái að vera hér áfram eins og hún óskar.
Vonum að svo verði...
Að lokum verð ég að geta þess, að Adam vildi endilega fá að taka mynd á vélina mína og ég stillti honum upp og sýndi hvernig hann ætti að gera og bað hann að taka mynd af Japsy, sem hann og gerði býsna vel, því myndin sú fylgir hér með :)

No comments: